Frítt á handboltaæfingar á meðan EM stendur yfir
HKR, Handknattleiksfélag Reykjanesbæjar ætlar að bjóða öllum þeim krökkum sem vilja prófa að æfa handbolta að koma og prófa að æfa alveg frítt á meðan á EM í handbolta stendur eða næstu tvær vikurnar.
HKR var stofnað fyrir rúmum 3 árum og eru nú um 80 krakkar að æfa handbolta, allt frá 8 ára aldri og uppúr. Yngstu flokkarnir eru að gera fína hluti á Íslandsmótinu og það var greinilega þörf á því að stofna handboltadeild hérna í bæjarfélaginu, þar sem allir krakkar geta ekki verið í fótbolta og körfubolta, segir í tilkynningu frá HKR.
„Handbolti er skemmtileg og kraftmikil íþrótt sem virðist henta okkur Íslendingum vel og viljum við endilega hvetja alla krakka sem vilja prófa handbolta
að mæta á æfingar og prófa þessu skemmtilegu íþrótt,“ segir Einar Sigurpálsson hjá handknattleiksfélaginu.
Æfingataflan er á hkr.is sem er heimasíðan félagsins.