Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frítt á Garðsvöll í boði Langbest
Þriðjudagur 14. ágúst 2007 kl. 13:28

Frítt á Garðsvöll í boði Langbest

Fjölmargir leikir fara fram í 3. deild karla í knattspyrnu í kvöld og þá mun veitingastaðurinn Langbest bjóða frítt á Garðsvöll þegar Víðir tekur á móti Augnablik kl. 19:00. GG mætir KV á KR velli kl. 19:00 og GRV tekur á móti Þrótti Reykavík á Grindavíkurvelli kl. 19:00 í 1. deild kvenna.

 

Víðismenn hafa 30 stig í toppsæti B-riðils 3. deildar og með sigri í kvöld gulltryggja þeir sér sigur í riðlinum og sæti í úrslitakeppni 3. deildar. GG er í 6. sæti riðilsins með 16 stig og eiga ekki kost á því að komast í úrslitakeppnina að þessu sinni.

 

GRV er í 6. sæti 1. deildar kvenna í A-riðli en liðið hefur 15 stig. Þróttur Reykjavík er í 3. sæti með 24 stig og með sigri í kvöld getur GRV jafnað Hauka að stigum og komist fram úr FH.

 

VF-mynd/ [email protected] - Frá leik Víðis og KV fyrr á leiktíðinni.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024