Frítt á Evrópuleikinn: „Okkur þyrstir í sigur!“
Njarðvíkingar mæta rússneska liðinu Samara í Íþróttahúsinu í Keflavík í kvöld. Þetta er fjórði leikur Njarðvíkinga í áskorendabikar Evrópu í körfuknattleik, en þeir hafa tapað fyrstu þremur leikjunum. Frítt er á leikinn í boði Sparisjóðsins í Keflavík.
Raunar hafa þeir tapað síðustu sex leikjum, en Einar Árni Jóhannsson, þjálfari, segir engan bilbug á sínum mönnum að finna. „Okkur líst vel á þennan leik. Þetta verður erfitt og við þurfum toppleik til að eiga möguleika á sigri, en við stefnum fyrst og fremst að því að vera sáttir við okkar leik og fara í gegnum hann án þess að missa taktinn.“
Einar segir tapleikina sex leggjast misþungt á menn því vitað var fyrirfram að Evrópuliðin væru gríðarsterk. „Svo er enn mikið eftir af deildinni, en það sem fer mest í okkur er tapið gegn ÍR í bikarnum um daginn. Okkur þyrstir samt í sigurleik og gerum okkar besta í kvöld til að stríða Rússunum og við vonumst til að fá sem flesta á leikinn til að styðja okkur.“
Raunar hafa þeir tapað síðustu sex leikjum, en Einar Árni Jóhannsson, þjálfari, segir engan bilbug á sínum mönnum að finna. „Okkur líst vel á þennan leik. Þetta verður erfitt og við þurfum toppleik til að eiga möguleika á sigri, en við stefnum fyrst og fremst að því að vera sáttir við okkar leik og fara í gegnum hann án þess að missa taktinn.“
Einar segir tapleikina sex leggjast misþungt á menn því vitað var fyrirfram að Evrópuliðin væru gríðarsterk. „Svo er enn mikið eftir af deildinni, en það sem fer mest í okkur er tapið gegn ÍR í bikarnum um daginn. Okkur þyrstir samt í sigurleik og gerum okkar besta í kvöld til að stríða Rússunum og við vonumst til að fá sem flesta á leikinn til að styðja okkur.“