Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fríið búið í fótboltanum
Kristján Guðmundsson verður áfram með Keflvíkinga en hann fékk U-21 leikmanninn Sindra Snæ til liðsins.
Föstudagur 10. janúar 2014 kl. 11:54

Fríið búið í fótboltanum

Fótbolti.net mótið að hefjast

Knattspyrnuáhugamenn geta tekið gleði sína á ný eftir nokkurt frí, en fyrsta knattspyrnumót árins hefst um helgina. Þá fá Keflvíkingar Blika í heimsókn í Fótbolta.net móti karla. Leikurinn fer fram í Reykjaneshöll á laugardaginn klukkan 10:00 svo það er um að gera að vakna snemma til þess að hvetja Keflvíkinga til sigurs áður en enski boltinn tekur við síðar um daginn.

Keflvíkingar hafa bætt við sig nokkrum leikmönnum sem spennandi verður að sjá en þar má helst nefna þá Sindra Snæ Magnússon sem er U-21 landsliðsmaður og gamla refinn Paul McShane, auk þess er Sigurbergur Elisson kominn aftur til liðsins. Eflaust fá svo einhverjir af þeim fjölmörgu efnilegu piltum sem Keflvíkingar eiga innan sinna raða að spreyta sig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík leikur í A-riðli mótsins ásamt Breiðablik, FH og Grindavík.  Efsta liðið í riðlinum leikur síðan til úrslita í mótinu við efsta liðið í B-riðlinum og önnur lið leika um sæti.

Aðrir leikir Keflavíkur í riðlinum eru gegn FH laugardaginn 18. janúar og gegn Grindavík laugardaginn 25.