Friðrik íþróttamaður UMFN
Körfuknattleiksmaðurinn Friðrik Stefánsson var kjörinn íþróttamaður Ungmennafélags UMFN s.l. þriðjudagskvöld á aðalfundi félagsins.
Knattspyrnumaður ársins var Marteinn Guðjónsson, Erla Dögg Haraldsdóttir var sundmaður ársins og Sturla Ólafsson var lyftingamaður ársins.
Guðmundur Brói Sigurðsson, Hermann Jakobsson og Leifur Gunnlaugsson voru allir sæmdir silfurmerki UMFN en þetta var í fyrsta sinn sem silfurmerki félagsins eru afhent.
Kristbjörn Albertsson, fyrrverandi formaður UMFN, var sæmdur gullmerki félagsins og er annar í röðinni til þess að hljóta þann heiður en fyrstur til þess var körfuboltagoðsögnin Teitur Örlygsson.
Haraldur Hreggviðsson hlaut síðan Pálsbikarinn fyrir góð störf í þágu sunddeildar UMFN. Kristján Pálsson var svo endurkjörinn formaður UMFN og Elsie Einarsdóttir kom ný inn í aðalstjórn í stað Guðmundar Bróa Sigurðssonar.
VF-myndir/ [email protected]