Friðrik Ingi tekur við Keflavík
- þriðji þjálfari Keflvíkinga í vetur
Njarðvíkingurinn Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn aðal þjálfari Domino’s deildarliðs Keflavíkur í körfubolta. Friðrik Ingi mun starfa með síðasta aðalþjálfara liðsins, Hirti Harðarssyni og Gunnari Einarssyni sem hefur aðstoðað hann. Aðilar gerðu tveggja ára samning.
Friðrik á baki litríkan þjálfaraferil sem hófst þegar hann var ungur að árum hjá Njarðvík. Hann þjálfaði síðan Grindavík og A-landsliðið sem bæði sem aðal- og aðstoðarþjálfari og þá þjálfaði hann 18 ára landsliðið fyrir 19 árum síðan og tók við því aftur síðasta haust. Friðrik þjálfaði síðast Njarðvíkinga keppnistímabilin 2014-15 og 2015-16 með Teiti Örlygssyni.
Það hafa verið sviptingar í þjálfaramálum Keflvíkinga í vetur því Sigurður Ingimundarson varð að hætta þjálfun liðsins vegna heilsuleysis. Hjörtur tók við en nú skömmu fyrir úrslitakeppni hefur Friðrik Ingi verið tekinn inn á sjónarsviðið.
Friðrik Ingi og Ingvi Þór Hákonarson handsöluðu samninginn í kvöld.