Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik Ingi tekur við Grindavík á ný
Mánudagur 25. apríl 2005 kl. 10:27

Friðrik Ingi tekur við Grindavík á ný

Fyrsta verk nýrrar stjórnar körfuknattleiksdeildar UMFG var að ráða Friðrik Inga Rúnarsson sem þjálfara UMFG næstu þrjú árin. Nokkur nöfn voru í pottinum og voru kostir og gallar hvers metnir og á endanum ákvað stjórn Grindavíkur að ráða Friðrik Inga Rúnarsson aftur til liðsins. Friðrik Ingi er einn sigursælasti þjálfari íslensks körfubolta og vænta Grindvíkingar til mikils af störfum hans hjá liðinu næstu 3 árin hið minnsta. Friðrik tók sér eins árs pásu í fyrra og segir að rafhlöðurnar sínar séu endurhlaðnar. Fyrir utan að þjálfa meistaraflokk karla þá mun Friðrik taka þátt í að byggja unglingastarfið upp og búa til góðan efnivið í Grindavík. Friðrik stjórnaði Grindvíkingum á árunum 1994-1997 og  aftur frá 2001-2004 og var í fríi á síðasta tímabili.

www.umfg.is 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024