Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik Ingi næsti þjálfari Njarðvíkurliðanna
Friðrik Ingi smellir á Íslandsbikarinn eftir sigur UMFN 1998.
Mánudagur 14. apríl 2014 kl. 16:27

Friðrik Ingi næsti þjálfari Njarðvíkurliðanna

Friðrik Ingi Rúnarsson verður kynntur sem þjálfari karla- og kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta á næstu dögum samkvæmt heimildum VF. Friðrik starfaði síðast sem framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands en lét af því starfi í vetur eftir 8 ár.

Friðrik á flottan þjálfaraferil að baki. Hann gerði Njarðvíkinga að Íslandsmeisturum 1991 og 1998 og Grindavík 1996. Þá þjálfaði hann einnig KR og landsliðið um tíma.

Fleiri hafa verið í sigtinu hjá Njarðvíkingum og þar kom nafn Teits Örlyggsonar upp en hann var að hætta sem þjálfari Stjörnunnar eftir fimm ár.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024