Friðrik Ingi hættur með Njarðvík
Friðrik Ingi Rúnarsson, hinn sigursæli þjálfari úrvalsdeildariðs Njarðvíkur í körfuknattleik hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins.Friðrik hefur þjálfað liðið undanfarin þrjú ár og gengið með því sigurbraut. Hann stýrði einnig liði UMFG til sigurs á Íslandsmóti og bikar. Árið í ár var án sigurs hjá Friðriki og Njarðvíkingum, einhverju sem menn eiga ekki að venjast á þeim bænum. Friðrik sagði í samtali við vf.is að hann væri ekki á leið til annars félags. Hann er sem kunnugt er þjálfari landsliðsins og sagði Friðrik líklegt að hann myndi bara einbeita sér að því starfi. Forráðamenn UMFN vildu ekkert láta hafa eftir sér í dag en þeir munu funda með Friðriki í kvöld. Aðspurður um hvort sá fundur myndi breyta einhverju sagði Friðrik að svo yrði ekki. „Við erum bara að ganga frá formsatriðum í sambandi við starfslok mín“, sagði hann.Heyrst hefur að hugsanlegt sé að einhverjir lykilleikmenn hugsi sér til hreyfings. Einn þeirra sér Teitur Örlyggsson en hann gaf það út í vetur að hann myndi líklega hætta körfuboltaiðkun fljótlega. Ljóst er að ný stjórn Körfuknattleiksdeildar UMFN á mikið og erfitt starf framundan eftir vonbrigði vetrarins. Eini titillinn var Deildarmeistarabikarinn og hann er ekki hátt skrifaður þegar rætt er um titla.