Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik Ingi framkvæmdastjóri KKÍ
Miðvikudagur 16. ágúst 2006 kl. 01:00

Friðrik Ingi framkvæmdastjóri KKÍ

Friðrik Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands. Friðrik lætur af störfum sem þjálfari Grindavíkur í Iceland Express deild karla og við honum tekur nafni hans Friðrik Ragnarsson.

Friðrik Ingi var á dögunum ráðinn aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik og mun hann ljúka þeim störfum þegar hann hefur lokið fyrirliggjandi verkefnum landsliðsins í ágúst og september.

Friðrik Ragnarsson var ráðinn til eins árs hjá Grindvíkingum í gær en Grindvíkingar urðu bikarmeistarar á seinustu leiktíð. Friðrik Ragnarsson hefur orðið margfaldur Íslandsmeistari með Njarðvíkingum bæði sem leikmaður og þjálfari.

 

www.umfg.is


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024