Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 13. mars 2004 kl. 16:21

Friðrik fer í frí

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindvíkinga í körfuknattleik, hefur ákveðið að taka sér frí frá þjálfun eftir að yfirstandandi tímabili lýkur í vor.

 

Friðrik er einn af sigursælustu þjálfurum landsins og hefur gert bæði Grindavík og Njarðvík að Íslandsmeisturum, en hann lék einnig með Njarðvík um nokkurra ára skeið áður en hann tók við stjórn liðsins tímabilið 1990-91.

 

Í samtali við Morgunblaðið sagðist Friðrik ætla að huga betur að verslunarrekstri sínum, en sagðist alls ekki vera hættur afskiptum af boltanum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024