Friðrik fær tveggja leikja bann
Aga- og úrskurðarnefnd Körfuknattleikssamband Íslands kom saman í vikunni og tók fyrir mál Friðriks Stefánssonar, miðherja Njarðvíkinga sem vikið var úr húsi í leik Keflvíkinga og Njarðvíkinga sem fram fór fyrir skömmu.
Friðrik Stefánsson, fær tveggja leikja bann en honum var vísað af velli gegn Keflavík í Powerade-bikar karla eftir að hann stuggaði við Vali Orra Valssyni leikmanni Keflvíkinga.
Úrskurðurinn tekur gildi í dag en Njarðvíkingar eiga heimaleik í kvöld gegn Skallagrími.