Friðrik er bestur
Miðherji Íslandsmeistara Njarðvíkur, Friðrik Stefánsson, var í gærkvöldi valinn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar 2006 á Lokahófi KKÍ.
Friðrik er vel að titlinum kominn enda burðarás í liði Njarðvíkinga og átti eitt sitt allra besta tímabil í ár en hann gerði 17,1 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni og í úrslitakeppninni lagði hann hvern stjörnumiðherjann af öðrum að velli.
Í deildarkeppninni tók Friðrik 248 fráköst sem gera um 11,3 fráköst að meðaltali í leik en það þýðir að Friðrik hefur verið með tvennu eða ansi nálægt henni (10 eða meira í einhverjum tveimur tölfræðiþáttum) í hverjum einasta deildarleik. Þá gaf landsliðsmiðherjinn 78 stoðsendingar sem gerir um 3,5 stoðsendingar í leik.
Friðrik var einnig valinn í úrvalslið Iceland Express deildarinnar en það var þannig skipað:
Magnús Þór Gunnarsson – Keflavík
Páll Axel Vilbergsson – Grindavík
Magni Hafsteinsson – Snæfell
Fannar Ólafsson – KR
Friðrik Stefánsson – Njarðvík
María Ben Erlingsdóttir var svo valin besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express deild kvenna. Bárður Eyþórsson, fyrrum þjálfari Snæfells, var valinn besti þjálfarinn en hann mun þjálfa lið ÍR næstu fjögur árin.
Friðrik er vel að titlinum kominn enda burðarás í liði Njarðvíkinga og átti eitt sitt allra besta tímabil í ár en hann gerði 17,1 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni og í úrslitakeppninni lagði hann hvern stjörnumiðherjann af öðrum að velli.
Í deildarkeppninni tók Friðrik 248 fráköst sem gera um 11,3 fráköst að meðaltali í leik en það þýðir að Friðrik hefur verið með tvennu eða ansi nálægt henni (10 eða meira í einhverjum tveimur tölfræðiþáttum) í hverjum einasta deildarleik. Þá gaf landsliðsmiðherjinn 78 stoðsendingar sem gerir um 3,5 stoðsendingar í leik.
Friðrik var einnig valinn í úrvalslið Iceland Express deildarinnar en það var þannig skipað:
Magnús Þór Gunnarsson – Keflavík
Páll Axel Vilbergsson – Grindavík
Magni Hafsteinsson – Snæfell
Fannar Ólafsson – KR
Friðrik Stefánsson – Njarðvík
María Ben Erlingsdóttir var svo valin besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express deild kvenna. Bárður Eyþórsson, fyrrum þjálfari Snæfells, var valinn besti þjálfarinn en hann mun þjálfa lið ÍR næstu fjögur árin.