RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Íþróttir

Friðrik er bestur
Laugardagur 22. apríl 2006 kl. 14:29

Friðrik er bestur

Miðherji Íslandsmeistara Njarðvíkur, Friðrik Stefánsson, var í gærkvöldi valinn besti leikmaður Iceland Express deildarinnar 2006 á Lokahófi KKÍ.

Friðrik er vel að titlinum kominn enda burðarás í liði Njarðvíkinga og átti eitt sitt allra besta tímabil í ár en hann gerði 17,1 stig að meðaltali í leik í deildarkeppninni og í úrslitakeppninni lagði hann hvern stjörnumiðherjann af öðrum að velli.

Í deildarkeppninni tók Friðrik 248 fráköst sem gera um 11,3 fráköst að meðaltali í leik en það þýðir að Friðrik hefur verið með tvennu eða ansi nálægt henni (10 eða meira í einhverjum tveimur tölfræðiþáttum) í hverjum einasta deildarleik. Þá gaf landsliðsmiðherjinn 78 stoðsendingar sem gerir um 3,5 stoðsendingar í leik.

Friðrik var einnig valinn í úrvalslið Iceland Express deildarinnar en það var þannig skipað:

Magnús Þór Gunnarsson – Keflavík
Páll Axel Vilbergsson – Grindavík
Magni Hafsteinsson – Snæfell
Fannar Ólafsson – KR
Friðrik Stefánsson – Njarðvík

María Ben Erlingsdóttir var svo valin besti ungi leikmaðurinn í Iceland Express deild kvenna. Bárður Eyþórsson, fyrrum þjálfari Snæfells, var valinn besti þjálfarinn en hann mun þjálfa lið ÍR næstu fjögur árin.
Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025