Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik áfram með Grindvíkinga
Sunnudagur 27. apríl 2008 kl. 20:55

Friðrik áfram með Grindvíkinga

Friðrik Ragnarsson verður áfram þjálfari karlaliðs Grindavíkur í Iceland Express deildinni að því er fram kemur á heimasíðu Grindavíkur. Þá er ljóst að erlendu leikmennirnir Igor Beljanski og Jamaal Williams muni ekki snúa aftur í Röstina á næstu leiktíð. Eins og kunnugt er gekk Brenton Birmingham nýverið í raðir Grindavíkur en ekki er ljóst að svo stöddu hvaða Bandaríkjamaður muni leika með félaginu á næstu leiktíð.
 
Á heimasíðu Grindavíkur segir enn fremur að gulir ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til þess að halda Adama Darboe innan félagsins en félög víða í Evrópu hafa verið að skoða leikmanninn. Darboe stóð m.a. til boða að klára þetta tímabil í 2. deildinni á Ítalíu.
 
Yfirgnæfandi líkur eru á því að þeir Páll Axel Vilbergsson, Páll Kristinsson, Þorleifur Ólafsson og Helgi Jónas Guðfinnsson verði áfram með Grindavík á næstu leiktíð og stefnt er að því að klára þau samningamál fyrir lokahóf félagsins þann 30. apríl næstkomandi.
 
Morten Sczmiedovicz íhugar alvarlega að taka fram skóna að nýju og leika með Grindavikurliðinu en hann er rúmir tveir metrar að hæð og hefur áður leikið með Grindavík og Haukum. Björn Steinar Brynjólfsson sleit krossbönd á miðri leiktíð og er búist við því að hann verði klár í slaginn á miðri næstu leiktíð en óvíst er með Jóhann Ólafsson sem sleit aftur krossbönd í lok síðustu leiktíðar.
 
Það er því ljóst að bikarmeistarar Grindavíkurkvenna fá nýjan þjálfara fyrir næstu leiktíð en ekki er vitað hver það verður.
 
Heimild: www.umfg.is
 
VF-Mynd/ [email protected]Samkvæmt vefsíðu Grindavíkur verður Friðrik Ragnarsson áfram með Grindvíkinga og Páll Axel Vilbergsson verður áfram í herbúðum liðsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024