Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Friðrik áfram með Grindvíkinga
Miðvikudagur 18. apríl 2007 kl. 14:23

Friðrik áfram með Grindvíkinga

Friðrik Ragnarsson verður áfram þjálfari körfuknattleiksliðs Grindavíkur á næstu leiktíð en fyrir síðustu leiktíð gerði hann tveggja ára samning við félagið. Á vefsíðu Grindavíkur, www.umfg.is segir að stjórn félagsins bindi miklar vonir við samstarf sitt við Friðrik en hann kom liðinu í undanúrslit Iceland Express deildarinnar í ár.

 

Þá komust Grindvíkingar einnig í undanúrslit í Bikarkeppninni en engir urðu titlarnir þetta árið. Nokkuð erlent leikmannaráp var á liðinu í vetur en í kringum úrslitakeppnina var Calvin Clemmons rekinn frá félaginu og þeir gulu snéru bökum saman og luku keppnistímabilinu með glæsibrag. Góð tíðindi fyrir Grindvíkinga að Friðrik skuli vera áfram í brúnni en félagið gerði fyrr í vikunni þriggja ára samning við helstu vonarstjörnu liðsins, Þorleif Ólafsson.

 

Heimild: www.umfg.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024