Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fríar sætaferðir í Seljaskóla í kvöld
Mánudagur 21. mars 2005 kl. 11:27

Fríar sætaferðir í Seljaskóla í kvöld

Í dag verður boðið upp á fríar sætaferðir í Seljaskóla á leik Keflavíkur og ÍR. Sætaferðirnar eru í boði Sparisjóðsins í Keflavík. Lagt verður af stað frá íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík kl. 17:30 og frá Seljaskóla að leik loknum. Mikið liggur við því ÍR-ingar sigruðu Keflavík í fyrsta leik. Barna- og unglingaráð körfuknattleiksdeildar Keflavíkur hvetur alla krakka til að notfæra sér þetta tækifæri og styðja við bakið á sínu liði.

Fjölmennum á leikinn!

Stuðningsmenn Keflavíkur
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024