Fríar sætaferðir í Hveragerði í dag
Það verða fríar sætaferðir í boði Rafholts á oddaleikinn í einvígi Hamars og Njarðvíkur í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í kvöld. Njarðvíkurstúlkur unnu síðasta leik með frábærum varnarleik og því er þetta hreinn úrslita leikur um hvort liðanna kemst í úrslit gegn stúlkunum úr Keflavíkinni. Það væri ekki amarlegt að fá hreinan Suðurnesja úrslitaleik.
Lagt verður af stað kl. 17:15.
Fjölmennum og styðjum stelpurnar