Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Fríar sætaferðir fyrir græna
Fimmtudagur 17. nóvember 2005 kl. 15:56

Fríar sætaferðir fyrir græna

Fríar sætaferðir verða fyrir krakkana í Njarðvík á leik sinna manna gegn Keflvíkingum í Powerade bikarnum annað kvöld. Leikurinn hefst kl. 20:30 en þeir sem ætla sér að fá frítt í rútuna verða að mæta í grænum bolum eða peysum.

Agnar Mar Gunnarsson, yngri flokka þjálfari, er fararstjóri með krökkunum í þessa ferð og er best að hafa samband við hann til að skrá sig í rútuna (898-1213) eða að mæta tímanlega í Ljónagryfjuna fyrir brottför. Lagt verður af stað frá Íþróttamiðstöð Njarðvíkur kl. 19:00 og aftur heim strax að leik loknum.

www.umfn.is/karfan


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024