Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fríar sætaferðir á úrslit 3. deildar
Föstudagur 9. september 2005 kl. 19:54

Fríar sætaferðir á úrslit 3. deildar

Sandgerðisbær býður öllum stuðningsmönnum Reynis fríar sætaferðir á úrslitaleikinn í 3. deild karla í knattspyrnu sem fer fram á morgun í Grindavík.

Reynir mætir Sindra frá Hornafirði, en Sindri sló Víði einmitt út í 8 liða úrslitum. Leikurinn hefst kl. 14, en farið verður frá Reynisheimilinu kl. 13.

Eru Sandgerðingar hvattir til að mæta og styðja sína menn en einnig má minnast á það að stuðningsmenn Reynis ætla að hittast á Mamma Mía annað kvöld og fagna saman þeim áfanga sem náðst hefur.

Hobbitarnir sjá um tónlistina. 1000 kr. aðgangseyrir mun renna óskipt til Knattspyrnudeildarinnar. Þar verður 20 ára aldurstakmark

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024