Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fríar rútuferðir á oddaleikinn
Fimmtudagur 14. apríl 2016 kl. 14:51

Fríar rútuferðir á oddaleikinn

Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur og SBK ætla að bjóða stuðningsmönnum Njarðvíkur upp á fría rútuferð í Vesturbæinn annað kvöld. Einungis er um eina rútu að ræða því er um að gera að hafa hraðar hendur ætli fólk að fá far á leikinn.

Þeir sem hafa áhuga á að fara geta staðfest komu sína í langferðabílinn á færslu Njarðvíkinga á Facebook sem finna má hér. Lagt verður af stað frá Ljónagryfjunni klukkan 17:15 á morgun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024