Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Freysteinn Ingi skoraði tvö fyrir OB
Freysteinn Ingi lék æfingaleik með U15 liði OB og átti þátt í öllum mörkum liðsins í 3:1 sigri.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 27. október 2021 kl. 09:37

Freysteinn Ingi skoraði tvö fyrir OB

Ungur Njarðvíkingur fékk tækifæri til að æfa með U15 liði OB í Danmörku

Freysteinn Ingi Guðnason, fjórtán ára leikmaður þriðja flokks Njarðvíkur, var nýlega í viku heimsókn hjá danska liðinu OB. Eftir góða frammistöðu á Íslandsmótinu og á Rey Cup fékk Freysteinn tækifæri til að heimsækja OB og æfa með U15 liði félagsins í viku.

Unglingastarfið hjá OB er þekkt fyrir gæði og góðan árangur og er OB U15 meðal annars ríkjandi danskir meistarar. Freysteinn Ingi spilaði jafnframt leik með U15 ára liðinu þar sem hann skoraði tvö mörk og lagði upp eitt í 3:1 sigri liðsins.

Í framhaldi af dvölinni hjá OB hefur leikmanninum verið boðið að taka þátt í æfinga- og keppnisferð liðsins til Þýskalands síðar í vetur.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Spennandi tímar framundan hjá Freysteini Inga.