Freyja Íslandsmeistari í Galaxy Fitness
Freyja Sigurðardóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Galaxy Fitness á laugardagskvöld er hún reyndist hlutskörpust í glæsilegri keppni.
Mótið í ár fór fram í Laugardalshöllinni og þótti heppnast með eindæmum vel.
Sigur Freyju var öruggur og var mál manna að úrslitin hefðu ráðist í samanburðinum.
Þess má geta að eiginmaður Freyju, Jakob Már Jónharðsson, lenti í fjórða sæti í karlaflokki.
Mynd: Freyja hampar sigurlaununum