Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Freyja fitnessdrottning farin að þjálfa á ný hér heima
Föstudagur 19. febrúar 2010 kl. 10:23

Freyja fitnessdrottning farin að þjálfa á ný hér heima

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Freyja Sigurðardótir, „fitness-drottning“ er komin aftur í þreksalinn og byrjuð að þjálfa Suðurnesjamenn en hún og Haraldur Guðmundsson, eiginmaður hennar og fjölskylda eru flutt aftur heim.

Haraldur hefur ákveðið að leika með Keflavíkurliðinu en hann hefur undanfarin ár leikið erlendis, í Noregi og á Kýpur. Þar gat Freyja sólað fitnesskroppinn samhliða barnauppeldi. Nú er hún komin á fullt í Lífsstíl og býður upp á einkaþjálfun og hópþjálfun. Aðspurð um hvort hún hafi orðið vör við aukinn áhuga Suðurnesjamanna á líkamsrækt jánkaði Freyja því. „Já, ég tók vel eftir því þegar ég kom heim síðasta sumar. Það er mjög margir orðnir duglegir í að fara út að skokka eða ganga og bara hreyfa sig. Sama get ég sagt í Lífsstíl þar sem ég er. Þetta er mjög ánægjulegt,“ sagði Freyja.


Hægt er að hafa samband við Freyju í síma 867-4869 eða í tölvupósti [email protected]

Efri myndin sýnir Freyju í fínu formi en sú neðri í mömmuhlutverkinu.