Frestað vegna veðurs
Leikur FH og Keflavíkur, sem fram fór á Stjörnuvelli í gær, var flautaður af í leikhléi vegna mikillar snjókomu. Snjó hafði kyngt niður allan hálfleikinn og var ákveðið að hætta leik þar sem línur voru hættar að sjást á vellinum.
Þegar leikurinn var flautaður af var staðan 1-0 fyrir Keflavík, en Keflvíkingar höfðu einnig misnotað vítaspyrnu í leiknum.
Leikurinn hefur verið settur á að nýju kl. 21 í kvöld og fer hann fram í Reykjaneshöll.
Mynd: Eins og sjá má voru skilyrðin ekki upp á það besta á Stjörnuvelli í gær. VF-mynd Hallgrímur Indriðason.
Þegar leikurinn var flautaður af var staðan 1-0 fyrir Keflavík, en Keflvíkingar höfðu einnig misnotað vítaspyrnu í leiknum.
Leikurinn hefur verið settur á að nýju kl. 21 í kvöld og fer hann fram í Reykjaneshöll.
Mynd: Eins og sjá má voru skilyrðin ekki upp á það besta á Stjörnuvelli í gær. VF-mynd Hallgrímur Indriðason.