Frans Elvarsson til Keflavíkur
Frans Elvarsson er genginn í raðir Keflavíkur en hann kemur til félagsins frá nágrönnunum í Njarðvík og skrifaði undir þriggja ára samning við Keflavík. Frans getur spilað allar stöðurnar á miðjunni og sem framherji
Frans er 20 ára gamall og hóf meistaraflokksferill hjá Sindra árið 2005 þar sem hann spilaði 18 leiki í deild og bikar á tveimur tímabilum. Hann fór til Njarðvíkur fyrir tímabilið 2007 og hefur leikið 84 leiki og skorað fjögur mörk. Hann spilaði 23 leiki með liðinu í deild og bikar í sumar.
Frans á að baki 11 leiki með U19 og U17 ára landsliðum Íslands.