Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frans áfram í Keflavík
Þriðjudagur 1. nóvember 2016 kl. 06:00

Frans áfram í Keflavík

Frans Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, hefur skrifað undir nýjan samning sem gildir til ársins 2018.
Þessi 26 ára gamli miðjumaður hefur spilað 101 leik fyrir Keflavík í deild og bikar en hann hefur verið á mála hjá þeim síðan 2011.

Einhver óvissa var með framtíð Frans en hann var líka með samningstilboð frá Grindavík og sagði í viðtali við Fótbolti.net á dögunum að hann væri að skoða sína möguleika.

Í sumar spilaði hann 12 leiki í Inkasso deildinni og skoraði eitt mark. Keflavík endaði tímabilið í þriðja sæti deildarinnar.
Frans er uppalinn hjá Sindra á Höfn í Hornafirði og hefur sömuleiðis leikið með Njarðvík á ferlinum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024