Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 10. ágúst 2000 kl. 09:41

Framtíðarstjörnur / Rising Stars 2000

Dagana 14.-18. ágúst nk. munu Pétur Guðmundsson og Jim Dooley halda körfuboltaskóla fyrir stráka og stelpur á aldrinum 9 - 16 ára í Grafarvogi og Kópavogi. Skólinn verður í tvennu lagi, annars vegar í íþróttahúsinu í Dalhúsum í Grafarvogi frá 9-12 og hins vegar í Smáranum í Kópavogi frá 16-19. Jim Dooley er high school þjálfari frá Gettysburg, Pennsylvaniu í Bandaríkjunum, en hann þjálfaði lið ÍR veturinn 1982-1983 og hefur rekið körfboltabúðirnar Rising Stars í mörg ár. Pétur Guðmundsson er eini íslendingurinn sem hefur spilað í NBA deildinni, en hann spilaði fyrir Portland Trailblazers, Los Angeles Lakers og San Antonio Spurs. Hann er einnig hæsti núlifandi íslendingurinn, hvorki meira né minna en 218 sm á hæð. Farið verður yfir öll helstu undirstöðuatriði körfuboltans í markvissri stöðvarþjálfun undir strjórn frábærra þjálfara og einnig verður rætt við krakkana um næringu, undirbúning utan tímabils og mikilvægi skólanáms. Aðrir þjálfarar auk Péturs og Dooley verða Pétur R. Guðmundsson, leikmaður og yngri flokka þjálfari UMFG, Ágúst Björgvinsson, yfirþjálfari yngri flokka Vals ásamt öðrum aðstoðarmönnum. Skólinn er samstarf körfuknattleiksdeilda Vals/Fjölnis og Breiðabliks, Rising Stars, Péturs Guðmundssonar og ÍT Ferða. Styrktaraðilar eru verslunin InterSport, And 1 körfuboltaskór og Leppin íþróttadrykkir. Skráning og allar upplýsingar eru í síma 588-9900, eða í gegnum tölvupóst, [email protected]
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024