Framtíðar kylfingar á námskeiði í Leiru
Golfskóli GS kominn á fullt
Golfskóli Golfklúbbs Suðurnesja er kominn á fullt og aðsókn er góð. Golfleikjanámskeið er fyrst á dagskrá í Golfskólanum en Karen Sævarsdóttir íþróttastjóri GS hefur yfirumsjón með námskeiðunum sem eru fjögur í sumar. Afrekskylfingar GS eru leiðbeinendur og sjá til þess að krakkarnir nái tökum á golf íþróttinni.
Einnig verður boðið uppá SNAG sem er golfnámskeið fyrir 5-6 ára börn sem vilja byrja í golfi, og verður það um miðjan júlí. Upplýsingar um Golfskólann og námskeiðin má finna á gs.is eða með því að smella hér.