Framlengja þurfti í Grindavík
Pálína með stórleik
Grindvíkingar unnu Snæfell í fyrstu umferð Dominos deild kvenna í körfubolta í kvöld eftir framlengingu, 89-85. Pálína Gunnlaugsdóttir fór á kostum í liði þeirra gulklæddu en hún daðraði við þrefalda tvennu. 27 stig, 13 fráköst og 7 stoðsendingar frá þessum öfluga leikmanni. Þær María Ben og Ingibjörg Jakobsdóttir áttu einnig skínandi góðan leik en Ingibjörg var ekki langt frá þrennunni sjálf. Erlendi leikmaðurinn Lauren Oosdyke lék einnig vel og frákastaði mikið.
Hér að neðan má sjá tölfræði og gang leiksins.
Grindavík-Snæfell 89-85 (23-22, 26-12, 14-25, 14-18, 12-8)
Grindavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 27/13 fráköst/7 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 21/10 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 19/7 fráköst/9 stoðsendingar, Lauren Oosdyke 13/17 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 5, Mary Jean Lerry F. Sicat 4/5 fráköst, Katrín Ösp Eyberg 0, Julia Lane Figueroa Sicat 0, Jóhanna Rún Styrmisdóttir 0, Hrund Skuladóttir 0, Helga Rut Hallgrímsdóttir 0, Alda Kristinsdóttir 0.
Snæfell: Chynna Unique Brown 28/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/10 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 12/12 fráköst, Eva Margrét Kristjánsdóttir 12/7 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 9/5 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 3, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 0/6 fráköst, Helena Helga Baldursdóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Brynhildur Inga Níelsdóttir 0, Aníta Sæþórsdóttir 0.