Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Framlagið skiptir miklu máli á Skipaskaga
Frá leik Keflavíkur og Vals í síðustu umferð.
Mánudagur 22. júní 2015 kl. 07:00

Framlagið skiptir miklu máli á Skipaskaga

- segir Jóhann Birnir þjálfari Keflvíkinga sem heimsækja Skagamenn. Botnslagur af betri gerðinni.

,,Skaginn er næsti leikur og hann leggst bara vel í okkur. Við áttum okkur á því að við þurfum að vera tilbúnir í leikinn skipulagslega og framlagið verður að vera eins og það hefur verið í síðustu tveimur leikjum. Ef við gerum það eru okkur allir vegir færir,“ segir Jóhann Birnir Guðmundsson annar tveggja þjálfara Keflvíkinga  í knattspyrnu en þeir sækja ÍA heim á Norðurálsvöllinn á Akranesi í kvöld í 9. umferð Pepsí deildar karla.

Liðin eru í svakalegri botnbaráttu, Skagamenn með 6 stig en Keflvíkingar 4. Það er því um sannkallaðan botnslag að ræða þar sem að Keflvíkingar geta skotið sér uppúr fallsæti með sigri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jóhann Birnir kvaðst ánægður með framlag leikmanna sinna eftir síðasta leik liðsins í tapleiknum gegn Val.

,,Spilamennska liðsins var heilt yfir nokkuð góð. Við lendum frekar óvænt 0-2 undir í lok fyrri hálfleiks þegar ekkert benti til þess að annaðhvort liðið væri að fara að skora. Það var vissulega kjaftshögg. Seinni hálfleikurinn var mjög góður af okkar hálfu og við náum að setja Valsemennina undir töluverða pressu nánast allan seinni hálfleik."

Leikur ÍA og Keflavíkur verður flautaður á kl. 19:15 á Akranesi