Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Framkvæmdir hafnar við Kartbrautina
Mánudagur 5. mars 2007 kl. 11:39

Framkvæmdir hafnar við Kartbrautina

Þann 1. mars síðastliðinn hófu Jarðvélar ehf. framkvæmdir við Kartbrautina í Iceland Motopark. Gert er ráð fyrir að á næstu sex mánuðum fari fram jarðvinna við svæðið þar sem brautin verður niðurgrafin um 3-5 metra sem mun þá veita ökumönnum í brautinni nokkuð skjól sem og auðvelda aðgengi áhorfenda að brautinni.

 

Clive Bowen frá Apex Circuit Design Ltd. er hönnuður Kartbrautarinnar og var hann viðstaddur þegar framkvæmdir hófust. ,,Þetta var mikilvægur dagur í sögu Iceland Motopark og við höfum komist langt í vinnu við þróun brautarinnar og annarra þátta og höfum tryggt okkur þjónustu besta vegframkvæmdaverktakans á svæðinu og ég er mjög hrifinn af þeim vinnuhraða sem á sér stað við brautina,” sagði Clive Bowen í fréttatilkynningu frá Iceland Motopark.

 

Vilhjálmur Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri Iceland Motopark, var einnig viðstaddur þegar vinna hófst við Kartbrautina þann 1. mars og sagði hann að þau plön um að skila af sér fullbúinni Kartbraut í sumar væru á áætlun. Þá sagði hann einnig að nokkur áhugi væri á því hjá fyrirtækjum að tryggja sér auglýsingapláss á svæðinu og að innan tíðar yrðu samstarfsaðilar Iceland Motopark um byggingu hótels kynntir til sögunnar.

 

Mynd 1: Clive Bowen og Ben Willshire, einn hönnuða, við upphaf framkvæmda Kartbrautarinnar

Mynd 2: Jarðvinna við brautina komin í fullan gang.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024