Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Miðvikudagur 19. janúar 2000 kl. 18:42

FRÁFALL ÖRLYGS STURLUSONAR MIKIÐ ÁFALL FYRIR KÖRFUNA

Körfuknattleiksíþróttin á Íslandi varð fyrir alvarlegu áfalli um síðustu helgi þegar landsliðsmaðurinn ungi, Njarðvíkingurinn Örlygur Sturluson, féll frá með sviplegum hætti aðeins 18 ára að aldri. Örlygur sem var einn efnilegasti leikmaður Íslands og fyrirmynd nýrrar kynslóðar körfuknattleiksmanna var aðeins á sínu öðru ári í úrvalsdeild. Hann var einn lykilleikmanna Íslandsmeistara Njarðvíkur 1998 og gerði tilkall til titilsins “besti íslenski leikstjórnandinn” með leik sínum það sem af er þessu tímabili. Íþróttadeild VF vottar nánustu fjölskyldu Örlygs, Njarðvíkingum samúðar. Minningabók Þeir sem vilja minnast Örlygs Sturlusonar, geta skrifað nöfn sín í minningabók sem liggur frammi í anddyri Íþróttamiðstöðvar Njarðvíkur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024