Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 13. maí 1999 kl. 10:29

FRÆKINN NJARÐVÍKURSIGUR

Njarðvíkingar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Víðismenn í undanúrslitum Suðurnesjamótsins í knattspyrnu 3-2 í miklum ólátaleik þar sem einum úr hvoru liði var sýnt rauða spjaldið. Það var ekki langt liðið á leikinn þegar Víðismanninum Hlyni Jóhannssyni var vísað af leikvelli fyrir að verja með hendi fyrir opnu marki. Bjarni Sæmundsson skoraði úr vítinu og Garðbúar því marki undir og manni færri. Markaskorarinn mikli Grétar Einarsson jafnaði metin eftir hálftíma leik með góðum skalla eftir hornspyrnu en Njarðvíkingar náðu forystunni aftur fyrir leikhlé með marki Sævar Eyjólfssonar eftir útspark markvarðarins Heiðars Þorsteinssonar yfir alla Víðisvörnina, 2-1 í hálfleik. Víðismenn hófu seinni hálfleikinn af miklum krafti og stjórnuðu leiknum en Njarðvíkingurinn Guðni Erlendsson kom sínu liði í 3-1 með góðu marki úr aukaspyrnu. Skömmu síðar var Bjarni Sæmundsson, Njarðvíkingur, rekinn af leikvelli fyrir háskaleik en þrátt fyrir mikla pressu og aragrúa færa tókst Víðismönnum ekki að koma knettinum nema einu sinni í Njarðvíkurmarkið og var þar að verki Kári Jónsson.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024