Frægur háskólaþjálfari heldur námskeið í Njarðvík
KKÍ stendur fyrir þjálfaranámskeiði dagana 7. - 10. ágúst. Þekktur bandarískur háskólaþjálfari og fyrirlesari, Fran Fraschilla, mun kenna á námskeiðinu sem m.a. fer fram í íþróttahúsinu í Njarðvík. Það sem er sérstakt við þetta námskeið er að Fran Fraschilla mun jafnframt stjórna A-landsliði karla á æfingum, en liðið er að undirbúa sig undir Norðulandamótið sem fram fer í lok ágúst en átta leikmenn af Suðurnesjum eru í þeim hópi. Þjálfurum á námskeiðinu gefst því frábært tækifæri til að sjá einn af bestu háskólaþjálfurum Bandaríkjanna að störfum.
Skráning á námskeiðið er með tölvupósti á [email protected]
Verð á námskeiðið er kr. 5.000,-
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi.
Miðvikudagur 7. ágúst - Íþróttahúsið Austurbergi kl. 20.00 - 22.00
Fran Fraschilla stjórnar landsliðsæfingu. Hér gefst þátttakendum á
námskeiðinu frábært tækifæri til að sjá topp háskólaþjálfara að störfum.
Fimmtudagur 8. ágúst - Íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu 18 - 19.30 og
20.00 - 21.30
Fran Fraschilla með fyrirlestra sem fjalla m.a. um hvernig við gerum
leikmenn betri. Einstaklingsæfingar, tækniæfingar, fótavinna,
handavinna. Áhersla lögð á bakverði og létta framherja.
Jafnframt fjallar hann um varnarvinnu, hvernig vejast skal "pick´n
roll", vörn við endalínu, skipta á hindrunum osfrv.
Föstudagur 9. ágúst - Íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu 18.00 - 19.30 og
20.00 - 21.30
Fran Fraschilla með fyrirlestra sem verða framhald af því sem hann
talaði um á fimmtudeginum. Áherslan verður lögð á framherja og miðherja.
Jafnframt ræðir Fran um sóknarleik og leikkerfi.
Laugardagur 10. ágúst - Íþróttahúsið Njarðvík 10.00-12.00 og 13.00 -
15.00.
Fyrri hlutan nýtir Fran til að fara í gegn um sóknarleik, hraðaupphlaup
(second area breaks) og leikkerfi (set plays).
Síðari hluta námskeiðsins stýrir Fran landsliðsæfingu þar sem áherslan
verður lögð á að fara í gegn um ýmiskonar æfingar (drills).
Skráning á námskeiðið er með tölvupósti á [email protected]
Verð á námskeiðið er kr. 5.000,-
Dagskrá námskeiðsins er eftirfarandi.
Miðvikudagur 7. ágúst - Íþróttahúsið Austurbergi kl. 20.00 - 22.00
Fran Fraschilla stjórnar landsliðsæfingu. Hér gefst þátttakendum á
námskeiðinu frábært tækifæri til að sjá topp háskólaþjálfara að störfum.
Fimmtudagur 8. ágúst - Íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu 18 - 19.30 og
20.00 - 21.30
Fran Fraschilla með fyrirlestra sem fjalla m.a. um hvernig við gerum
leikmenn betri. Einstaklingsæfingar, tækniæfingar, fótavinna,
handavinna. Áhersla lögð á bakverði og létta framherja.
Jafnframt fjallar hann um varnarvinnu, hvernig vejast skal "pick´n
roll", vörn við endalínu, skipta á hindrunum osfrv.
Föstudagur 9. ágúst - Íþróttahús á höfuðborgarsvæðinu 18.00 - 19.30 og
20.00 - 21.30
Fran Fraschilla með fyrirlestra sem verða framhald af því sem hann
talaði um á fimmtudeginum. Áherslan verður lögð á framherja og miðherja.
Jafnframt ræðir Fran um sóknarleik og leikkerfi.
Laugardagur 10. ágúst - Íþróttahúsið Njarðvík 10.00-12.00 og 13.00 -
15.00.
Fyrri hlutan nýtir Fran til að fara í gegn um sóknarleik, hraðaupphlaup
(second area breaks) og leikkerfi (set plays).
Síðari hluta námskeiðsins stýrir Fran landsliðsæfingu þar sem áherslan
verður lögð á að fara í gegn um ýmiskonar æfingar (drills).