Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Mánudagur 10. mars 2003 kl. 10:26

Frábæru Samkaupsmóti lokið - myndasyrpa!

Samkaupsmótið í körfuknattleik var haldið í Reykjanesbæ um helgina. Það hefur eflaust ekki farið framhjá mörgum þar sem rúmlega 600 krakkar frá 11 félögum í minnibolta voru saman komnir ásamt foreldrum og liðstjórum til að taka þátt þessu frábæra móti. Það voru körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sem héldu það en um er að ræða árlegt mót. Mikil ánægja var með mótið í heild sinni og fóru allir krakkarnir heim ánægðir með verðlaunapening um hálsinn og minningu um frábært Samkaupsmót sem mun lifa lengi.

Ekki var einungis spilaður körfubolti því krakkarnir fóru í bíó, haldin var kvöldvaka þar sem Magnús Scheving fór á kostum sem óvæntur gestur, boðið var í pizzaveislu og margt fleira.

Sjáið fleiri myndir með því að smella hér!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024