Frábært sumar Andra Rúnars
Andri Rúnar Bjarnason, leikmaður Grindavíkur, er í úrvalsliði fótbolta.net fyrir sumarið 2017. Andri Rúnar hefur hlotið flest M í einkunnargjöf hjá Morgunblaðinu í sumar en hann er einnig sá markahæsti í Pepsi-deild karla og hefur skorað 18 mörk.
Andra Rúnari vantar aðeins eitt mark til þess að jafna markamet deildarinnar en Grindavík spilar lokaleik sinn gegn Fjölni næstkomandi laugardag í Grindavík.