Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Frábært golf hjá þeim bestu á Íslandsmótinu í höggleik í Leiru
Laugardagur 23. júlí 2011 kl. 11:14

Frábært golf hjá þeim bestu á Íslandsmótinu í höggleik í Leiru

Axel Bóasson og Alfreð Brynjar Kristinsson eru jafnir og efstir á 8 höggum undir pari á Íslandsmótinu í höggleik sem fram fer á Hólmsvelli í Leiru. Þetta er besta skor á Íslandsmóti í manna minnum. Mótið hefur gengið afar vel fyrstu tvo keppnisdagana af fjórum og kylfingar hafa leikið mjög vel.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

135 keppendur hófu leik á fimmtudag en eftir tvo hringi var niðurskurður og heldur um helmingur keppenda áfram leik laugardag og sunnudag. Veðrið hefur leikið við keppendur en blikur eru á lofti með það á morgun, sunnudag. „Við vonum það besta. Meira getum við ekki. Það hefur allt gengið eins og í sögu og við vonum að það verði áfram. Hér hafa margir tugir sjálfboðaliða úr Golfklúbbi Suðurnesja hjálpað til við mótshaldið. Stemmningin er mjög góð hér í Leirunni,“ sagði Gylfi Kristinsson, mótsstjóri Íslandsmótsins.

Örn Ævar Hjartarson er bestur GS kylfinga, á parinu og átta höggum frá toppsætinu. Bjarni S. Sigurðsson er 1 yfir pari og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson er tvo yfir.
Bein útsending verður frá mótinu í dag, laugardag kl.15.30 á RÚV og stendur yfir til kl.18.30.

Ítarleg umfjöllun um mótið má sjá á www.kylfingur.is