Frábært árangur á opna Evrópumótinu
– í samkvæmisdönsum
Systkinin úr Njarðvík Aníta Lóa ásamt dansfélaga sínum Pétri Fannari og Kristófer Haukur ásamt dansfélaga sinum Söru Dögg stóðu sig vel á opnu Evrópumóti í samkvæmisdönsum sem haldið var í Blackpool um páskana.
Aníta Lóa og Pétur Fannar gerðu sér lítið fyrir og náðu 9. sæti í ballroom dönsum í flokki undir 21 árs. Þau eru aðeins 15 og 16 ára gömul. Í latin dönsum voru í topp 20.
Kristófer Haukur og Sara Dögg náðu þeim frábæra árangri að ná 18. sæti í ballroom dönsum í flokki undir 21. árs og svo kepptu þau einnig í flokki fullorðinna í ballroom dönsum og náðu þau 37. sæti. Kristófer er 17 ára og Sara Dögg 15. ára
Fyrr í apríl kepptu Aníta Lóa og Pétur Fannar á opna Aarhus mótinu þar sem þau náðu þeim frábæra árangri að lenda í 3. sæti í flokki undir 21 árs í latin dönsum.
Mikið er framundan hjá þessum duglegu krökkum, Íslandsmót verður þann 10.og 11. maí og svo munu þau keppa á opna breska meistaramótinu í Blackpool í lok maí.