Frábærar fimleikastelpur
Keflvíkingar nældu sér í nokkur verðlaun á haustmóti í frjálsum æfingum í fimleikum sem fram fór á dögunum. Fimleikadeild Keflavíkur sendi nokkrar stúlkur á mótið sem stóðu sig með stakri prýði. Margar þeirra komu heim með medalíur og allar náðu sér í góða reynslu í reynslubankann. Hér fyrir neðan má sjá úrslitin.
Frjálsar æfingar stúlkna :
Laufey Ingadóttir
1.sæti á stökki
1.sæti á tvíslá
1.sæti á gólfi
1.sæti á slá
1.sæti samanlagt.
3.þrep 12 ára
Svanhildur Kristjánsdóttir Reykdal
1.sæti á slá
1.sæti á stökki
1.sæti á gólfi
2.sæti samanlagt.
3.þrep 13 ára
Ingibjörg Birta Jóhannsdóttir
2.sæti á stökki
1.sæti á tvíslá
2.sæti á slá
2.sæti samanlagt