Frábær varnarleikur lagði grunninn að sigri Grindvíkinga
Gleðiefni að Jóhann Árni Ólafsson er byrjaður að leika á ný
Grindvíkingar þokuðu sér upp stigatöfluna í gær með góðum sigri, 99-66, gegn ÍR í Dominos-deild karla. Eins og lokatölurnar gefa til kynna var varnarleikur Grindvíkinga frábær en ÍR-ingar náðu aðeins að skora 10 stig í fyrsta leikhluta og 8 stig í þriðja leikhluta. Jóhann Árni Ólafsson var með Grindavík í þessum leik og skoraði 16 stig en hann hefur verið að glíma við meiðsli í langan tíma. Grindvíkingar eru í sjöunda sæti með 18 stig en mikil og hörð barátta er framundan um að bæta stöðuna á stigatöflunni fyrir úrslitakeppnina.
Grindavík-ÍR 99-66 (20-10, 23-26, 34-8, 22-22)
Grindavík: Rodney Alexander 21/9 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 18, Daníel Guðni Guðmundsson 17, Jóhann Árni Ólafsson 16, Hinrik Guðbjartsson 6/6 fráköst/5 stoðsendingar, Jón Axel Guðmundsson 6/5 stoðsendingar/6 stolnir, Ómar Örn Sævarsson 4/15 fráköst, Þorsteinn Finnbogason 3/4 fráköst, Björn Steinar Brynjólfsson 3/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 3, Kristófer Breki Gylfason 2, Ólafur Ólafsson 0/4 fráköst.
ÍR: Ragnar Örn Bragason 16, Kristján Pétur Andrésson 11, Trey Hampton 9/6 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Pálmi Geir Jónsson 7, Dovydas Strasunskas 5, Kristófer Fannar Stefánsson 4, Hamid Dicko 4/4 fráköst, Sæþór Elmar Kristjánsson 2, Vilhjálmur Theodór Jónsson 1/6 fráköst, Matthías Orri Sigurðarson 0, Daníel Freyr Friðriksson 0.
Dómarar: Jón Guðmundsson, Ísak Ernir Kristinsson, Halldor Geir Jensson
Áhorfendur: 297
Staða:
1 KR 18 16 2 1758 - 1470 32
2 Tindastóll 18 14 4 1726 - 1549 28
3 Njarðvík 18 11 7 1570 - 1479 22
4 Haukar 18 10 8 1593 - 1538 20
5 Stjarnan 17 10 7 1502 - 1465 20
6 Þór Þ. 18 9 9 1665 - 1709 18
7 Grindavík 18 9 9 1600 - 1594 18
8 Snæfell 18 8 10 1580 - 1616 16
9 Keflavík 18 8 10 1508 - 1569 16
10 ÍR 18 4 14 1510 - 1623 8
11 Fjölnir 17 4 13 1416 - 1590 8
12 Skallagrímur 18 4 14 1453 - 1679 8