Frábær stemning á fánadegi Þróttar
Þróttarar héldu upp á sérstakan fánadag í gær þegar liðið mætti Skínanda í 4. deild karla í knattspyrnu. Vogamenn unnu sannfærandi 6-0 sigur í leiknum. Bæjarstjórnin í Vogum sá um að grilla pylsur fyrir gesti á leiknum sem Jón Sterki skaffaði á grillið. Börnin fengu svo andlitsmálningu og því var mikið fjör í Vogunum í gær.
Páll Guðmundsson skoraði fjögur mörk í leiknum sjálfum og Kristján Steinn Magnússon eitt, eitt markanna var svo sjálfsmark. Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fjörinu.