Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær sigur Sandgerðinga
Föstudagur 22. ágúst 2014 kl. 09:09

Frábær sigur Sandgerðinga

Reynir Sandgerði náði í mikilvægan útisigur í gær, þegar liðið sigraði Aftureldingu 2-3 í 2. deild karla eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Reynismenn standa þessa stundina í mikilli fallbaráttu. Eftir 25 mínútur voru heimamenn í Aftureldingu komnir með 2-0 forystu. Skömmu síðar skorar Ásgrímur Gunnarsson fyrir Sandgerðinga og breytir stöðunni í 1-2 í hálfleik. Ágrímur er svo aftur á ferðinni í upphafi síðari háflleiks og jafnar leikinn. Þegar tæpur hálftími var svo til leiksloka skorar Birkir Björnsson sigurmark Reynismanna. Eftir leikinn eru Reynismenn með 15 stig í næstneðsta sæti deildarinnar, en Njarðvíkingar hafa 13 en eiga leik til góða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024