Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær sigur Njarðvíkur eftir framlengingu
Elvar Friðriksson var með 14 stig fyrir Njarðvík í kvöld.
Mánudagur 8. október 2012 kl. 22:06

Frábær sigur Njarðvíkur eftir framlengingu

Njarðvík gerði góða ferð í Þorlákshöfn í kvöld og unnu góðan frábæran sigur gegn Þór Þorlákshöfn í 1. umferð..

Njarðvík gerði góða ferð í Þorlákshöfn í kvöld og unnu góðan frábæran sigur gegn Þór Þorlákshöfn í 1. umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik. Lokaúrslit urðu 82-84 fyrir Njarðvík.

Gestirnir úr Njarðvík voru sex stigum undir í hálfleik 43-37 og voru svo ellefu stigum á eftir heimamönnum úr Þór fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar léku hins vegar frábæran varnarleik í lokaleikhlutanum og fengu aðeins á sig níu stig. Marcus Van jafnaði leikinn fyrir Njarðvíkinga með troðslu þegar skammt var eftir og tryggði gestunum framlengingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í framlengunni skoraði Njarðvík átta stig gegn sex stigum Þór Þorlákshafnar og nældu gestirnir sér í flottan sigur. Þór úr Þorlákshöfn lék til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð og er spáð einu af toppsætunum í deildinni á meðan Njarðvík var spáð gengi um miðja deild.

Jeron Belin var atkvæðamestur í liði Njarðvíkur og setti niður 27 stig í kvöld og tók einnig 14 fráköst. Elvar Már Friðriksson kom næstur með 14 stig. Næsti leikur hjá Njarðvíkingum er á fimmtudagskvöld en þá fara þeir í heimsókn í Borgarnes og leika gegn Skallagrími.

Þór Þ.-Njarðvík 82-84 (21-20, 22-17, 24-19, 9-20, 6-8)

Þór Þ.: Benjamin Curtis Smith 28/6 fráköst/5 stoðsendingar/6 stolnir, Grétar Ingi Erlendsson 14/9 fráköst, Darrell Flake 13/5 fráköst, Darri Hilmarsson 11/7 fráköst, Robert Diggs 6/7 fráköst, Baldur Þór Ragnarsson 5/8 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 5.

Njarðvík: Jeron Belin 27/14 fráköst, Elvar Már Friðriksson 14/6 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 11, Hjörtur Hrafn Einarsson 11/6 fráköst, Marcus Van 10/15 fráköst, Ágúst Orrason 7, Ólafur Helgi Jónsson 4.