Dubliner
Dubliner

Íþróttir

Frábær sigur Grindvíkinga á toppliði Aftureldingar
Símon Logi skoraði fyrra mark Grindavíkur þegar hann slapp einn í gegn. Myndir úr safni VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 10. ágúst 2023 kl. 21:55

Frábær sigur Grindvíkinga á toppliði Aftureldingar

Grindavík vann sinn fyrsta leik undir stjórn Brynjars Björns Gunnarssonar í kvöld þegar liðið lagði efsta lið Lengjudeildar karla í knattspyrnu. Grindavík vann leikinn 2:1 og það fyrsti sigur Grindavíkur síðan 22. júní þegar þeir unnu Ægi í Þorlákshöfn.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og voru nærri því að skora eftir 15 mínútna leik en Aron Dagur Birnuson var vel á verði og handsamaði knöttinn á marklínu.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Það var Símon Logi Thasapong sem braut ísinn eftir langa sendingu fram völlinn frá Marko Vardic. Símon stakk sér inn fyrir vörn Aftureldingar og kláraði fagmannlega einn á móti markmanni.

Grindavík leiddi í hálfleik en snemma í þeim seinni fékk afturelding vítaspyrnu og jafnaði leikinn (49').

Tíu mínútum eftir jöfnunarmarkið fengu Grindvíkingar vítaspyrnu eftir augljóst brot. Fyrirliðinn Óskar Örn Hauksson fór á punktinn og skoraði af öryggi (58').

Fleiri urðu mörkin ekki og langþráður sigur Grindvíkina staðreynd.

Það eru fáir jafnöruggir á vítapunktinum og Óskar Örn. Hér skorar hann gegn Vestra í síðustu umferð.

Leikinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.

Dubliner
Dubliner