Frábær frammistaða íslenska U-16 landsliðsins
U-16 ára stúlknalandslið Íslands í körfuknattleik lenti í öðru sæti í B-deild Evrópukeppninnar eftir sigur á Svíum í dag, 66-63.
Íslenska liðið, sem er skipað fjölmörgum stúlkum frá Suðurnesjum, vann sjö leiki og tapaði aðeins einum, gegn toppliði Litháen.
Árangurinn er með eindæmum góður og hafa stúlkurnar vakið verðskuldaða athygli í Eistlandi, þar sem mótið fer fram, með frábærri frammistöðu. Stúlkurnar eru vanar velgengni því þær urðu Norðurlandameistarar á dögunum.
Leikurinn í dag var í raun úrslitaleikur um annað sætið því að með sigri hefðu Svíar skákað íslensku stelpunum. Hann var jafn og spennandi þar sem liðin voru jöfn að stigum í hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu „Stelpurnar okkar“ þriggja stiga forystu sem Svíarnir náðu ekki að vinna upp og var íslenskur sigur því staðreynd.
Árangurinn er glæsilegur og sýnir enn og aftur fram á hversu gríðarlega öflugt unglingastarfið er hér á landi. Vonandi verður þetta hvatning fyrir stúlkurnar að gera enn betur næst og augljóst er að framtíð körfuboltans hér á landi er afar björt.
Hér má sjá tölfræði leiksins í dag
Íslenska liðið, sem er skipað fjölmörgum stúlkum frá Suðurnesjum, vann sjö leiki og tapaði aðeins einum, gegn toppliði Litháen.
Árangurinn er með eindæmum góður og hafa stúlkurnar vakið verðskuldaða athygli í Eistlandi, þar sem mótið fer fram, með frábærri frammistöðu. Stúlkurnar eru vanar velgengni því þær urðu Norðurlandameistarar á dögunum.
Leikurinn í dag var í raun úrslitaleikur um annað sætið því að með sigri hefðu Svíar skákað íslensku stelpunum. Hann var jafn og spennandi þar sem liðin voru jöfn að stigum í hálfleik. Í þriðja leikhluta náðu „Stelpurnar okkar“ þriggja stiga forystu sem Svíarnir náðu ekki að vinna upp og var íslenskur sigur því staðreynd.
Árangurinn er glæsilegur og sýnir enn og aftur fram á hversu gríðarlega öflugt unglingastarfið er hér á landi. Vonandi verður þetta hvatning fyrir stúlkurnar að gera enn betur næst og augljóst er að framtíð körfuboltans hér á landi er afar björt.
Hér má sjá tölfræði leiksins í dag