Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Frábær endurkoma Keflvíkinga
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
föstudaginn 18. júlí 2025 kl. 22:18

Frábær endurkoma Keflvíkinga

Njarðvík með sigurmark á elleftu stundu Grindavík tapaði á „heimavelli“

13. umferð Lengjudeildar karla hófst í kvöld og voru öll Suðurnesjaliðin að keppa. Keflvíkingar komust í hann krappann, lentu 2-4 undir á móti Fjölni á heimavelli en frábær endasprettur tryggði þeim sigurinn. Njarðvík þurfti að bíða fram á 95. mínútu til að koma inn sigurmarki í sínum leik en Grindvíkingum gekk ekki vel á „heimavelli“ sínum í þessum leik í Vogum, og töpuðu 0-2 fyrir Selfyssingum
Keflavík - Fjölnir 5-4

Keflavík lenti undir strax á 1. mínútu leiksins og aftur á 25. mínútu eftir að Marin Mudrazija hafði jafnað og hann jafnaði líka í 2-2. Fjölnir komst yfir í fyrri hálfleik og á skoraði Franz Elvarsson, leikmaður Keflavíkur, sjálfsmark og staðan orðin 2-4! Edon Osmani minnkaði muninn á 83. mínútu, Eiður Orri Ragnarsson jafnaði mínútu síðar og Stefán Jón Friðriksson skoraði sigurmark Keflvíkinga á 89. mínútu, frábær endurkoma! Keflavík áfram í 6. sæti.

Fylkir - Njarðvík 0-1

Amir Cosic með sigurmark Njarðvíkinga á 95. mínútu og Njarðvíkingar á toppnum en ÍR á leik til góða.

Bílakjarninn
Bílakjarninn
Grindavík - Selfoss 0-2

Grindavík þurfti að leika þennan heimaleik sinn á varavellinum í Vogum og þrátt fyrir höfðingarlegar móttökur Vogabúa, náði Grindavík ekki að nýta sér það. Þeir byrjuðu betur og áttu betri færi en gáfu svo Selfyssingum forystuna og seinna markið kom stuttu síðar. Grindavík ógnaði ekki að ráði og sanngjarn sigur Selfyssinga staðreynd. Þetta var sannkallaður sex stiga leikur og Grindavík sogast nær fallsætunum.