Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Frábær árangur sundfólks ÍRB!
Þriðjudagur 3. febrúar 2004 kl. 09:37

Frábær árangur sundfólks ÍRB!

8 sundmenn úr röðum Afrekshóps ÍRB gerðu góða ferð til Danmerkur um síðustu helgi þar sem tekið var þátt í stóru sundmóti, Lyngby Open.
Sundmennirnir sýndu svo ekki var um villst að þeir standast hæglega samkeppni við frændur vora frá Danaveldi og Svíþjóð þar sem þau unnu sér öll rétt til að taka þátt í úrslitasundum mótsins einu sinni eða oftar og útkoman úr þeim sundum var mjög ríkuleg eða 10 gull, 10 silfur og 2 bronsverðlaun.


Helena Ósk Ívarsdóttir sigraði með miklum yfirburðum í öllum þremur bringusundsgreinunum í sínum aldursflokki og hlaut bronsið í fjórðu greininni. Guðni Emilsson, sá ungi og efnilegi sundmaður, sigraði í tveimur greinum og var tvisvar sinnum í öðru sæti og Birkir Már Jónsson sigraði einnig í tveimur greinum og nældi sér auk þess í ein silfurverðlaun og ein bronsverðlaun. Erla Dögg Haraldsdóttir var sterk að venju og sigraði í tveimur greinum og var önnur í tveimur öðrum og  Karítas Heimisdóttir sýndi miklar framfarir og sigraði glæsilega í einni grein og fékk þar að auki tvenn silfurverðlaun. Síðast en ekki síst hlaut Íris Edda Heimisdóttir þrenn silfurverðlaun í bringusundsgreinunum. Hilmar Pétur Sigurðsson og Þór Sveinsson stóðu sig einnig vel og komust áfram í úrslitasund mótsins.


Þessi árangur ÍRB sundmannanna sýnir hversu mikill styrkur er í starfi félagsins og að sundfólkið okkar stenst fyllilega samanburð við jafnaldra sína á erlendri grundu og í mörgum tilfellum gott betur en það.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024