Frábær árangur hjá Sindra Þór í Bergen
Sindri Þór Jakobsson ÍRB var svo sannarlega að gera frábæra hluti í Bergen nú um helgina á Norska unglingameistaramótinu í 25m laug. Árangurinn hjá honum var eftirfarandi: Fjögur gull og eitt brons, og í tveimur greinum þá setti hann íslenskt piltamet (aldursflokkurinn15-17 ára ).
200 fjór 2:04,12 : 1. sæti
400 skrið 4:03,04 : synti bara undanrásir
100 flug 55,77 : íslenskt piltamet - 3. sæti
200 flug 2:01,95 : íslenskt piltamet - 1. sæti
1500 skrið 15:57,19 : 1. sæti
400 fjór 4:30,77 : 1. sæti
Sindri var stigahæsti sundmaður mótsins með 812 stig fyrir 200 fjór. Í mótslok þá fékk hann bikar fyrir það afrek.
Þessi árangur er náttúrulega bara frábær, sérstaklega í ljósi þess að Juniorflokkurinn í Noregi eru sundmenn 19 ára og yngri en Sindri er nýorðinn 17 ára.
Með því að vera kominn yfir 800 stig þá kemur Sindri til greina í A landsliðshóp Noregs Landsliðsþjálfarinn talaði við hann í lok móts og bauð honum að koma með liðinu í 2ja vikna æfingabúðir til Tælands í lok febrúar. Þetta mót er enn ein staðfesting á því að Sindri er mikið efni og gaman verður að fylgjast með honum í framtíðinni.
Mynd: Synt undir merkjum ÍRB. Mynd úr safni.