Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 8. ágúst 2002 kl. 09:41

Frábær árangur hjá Keflavík á unglingalandsmóti

Það var mikið fjör á Unglingalandsmótinu á Stykkishólmi sem haldið var um verslunarmannahelgina. Fjórtán stúlkur úr Keflavík fóru og kepptu í körfuknattleik í flokkum 13-14 ára og 15-16 ára. Stelpurnar stóðu sig frábærlega og sigruðu með yfirburðum í báðum flokkum. Framkoma stelpnanna jafnt innan vallar sem utan var til fyrirmyndar og voru þær félagi sínu og sjálfum sér til sóma.


Úrslit á mótinu:
Stelpur 15-16 ára
Keflavík - HHF 23-9
Keflavík - UMSB 28-2
Keflavík - Breiðablik 40-6
Keflavík - HSS/USVH 28-8

Stelpur 13-14 ára
Keflavík - USVH/HSS B 46-2
Keflavík - HHF 22-4
Keflavík - UMSS 36-8
Keflavík - USVH/HSS A 35-16
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024