Frábær árangur hjá Arnari Helga á Opna þýska
Opna þýska meistaramótið í frjálsum íþróttum fatlaðra fór fram í Berlín um síðastliðna helgi. Suðurnesjamaðurinn Arnar Helgi Lárusson stóð sig frábærlega í mótinu og kom heim með Íslandsmet.
Arnar Helgi keppir í hljólastólakappakstri og setti hann nýtt Íslandsmet í 100m sprett. Hann kom í mark á 19,01 sekúndu. Svo sannarlega frábær árangur hjá Arnari Helga sem hefur æft af mikli kappi fyrir mótið.
Arnar Helgi Lárusson - flokkur T 53 (hreyfihamlaðir)
100 m. sprettur, undanrásir - 20,14 sek.
100 m. sprettur, úrslit - 19,01 sek. (Íslandsmet)
200 m. sprettur, úrslit - 38,70 sek.
400 m. sprettur, úrslit - 1:22,89 mín.